Ástralska bomban
235 g döðlur
1 tsk. matarsódi
120 g mjúkt smjör
3 mtsk. hrásykur (5 mtsk. hvítur sykur)
2 egg
3 dl. (1¼ bolli) spelt (hveiti)
½ tsk. salt
½ tsk. vanilludropar
1½ tsk. lyftiduft (vínsteinslyftiduft)
Botn (1 stk.)
Setja döðlurnar í pott á láta vatn fljóta vel yfir þær, soðið í ca. 3-5 mín. og maukað. Látið þetta standa í 3 mín. og blandið síðan matarsóda út í.
Þeyta smjör og sykur vel, egg út í eitt í einu, síðan: spelt, salt, vanilludropa og lyftiduft. Öllu hrært saman með sleif og að lokum er döðlugumsinu blandað saman við. Skellt í vel smurt form og bakað í 30-40 mín. við 180º ≈
Sósa
120 g smjör
115 g púðursykur
½ tsk. Vanilludropar
¼ bolli óþeyttur rjómi
Allt nema rjóminn er sett í kaldan pott (annars getur þetta farið í kekki). Brætt undir vægum hita. Þegar þetta er vel bráðið er rjóminn settur út í.
Botninn er borinn fram volgur, með þeyttum rjóma og heitri sósunni í sér skálum.