Fiskisúpa sem kengur er í

Loksins fann ég uppá því að skella í tilraunaeldhús. Að þessu sinni átti ég bita af ljómandi fínum þorskhnakka, skrapp í búðina og keypti nokkra hluti sem mér finnst ómissandi að eiga í ísskápnum, lauk, gulrætur og sellerí. Þessir þrír hlutir eru ljómandi góður grunnur í allskonar súpur og pottrétti og ég ákvað að skella í fiskisúpu sem kengur væri í.

Innihald

  • þorskur (eða annar góður fiskur)
  • gulrætur
  • sellerí
  • laukur
  • paprika
  • engifer
  • sæt kartafla
  • tómatsósa úr dós (eða niðursoðnir tómatar)
  • grænmetiskraftur
  • vatn
  • pipar
  • ólífuolía

Ég byrjaði á því að skera niður lauk, sellerí og gulrætur í mátulegar sneiðar. Þetta setti ég í þykkbotna pott ásamt ólífuolíu og leyfði því að malla á meðan ég skar niður restina af grænmetinu. Þegar þetta var allt komið í pottinn leyfði ég því að taka sig aðeins áður en ég setti dós af tómatsósu (eða niðursoðnum tómötum) í pottinn, ásamt vatni og hleypti suðu á pottinn. Þá bætti ég grænmetiskrafti við og pipraði hressilega. Þetta fékk að sjóða í um 10 mínútur til viðbótar áður en ég sneiddi þorskinn niður í um 1 cm þykkar sneiðar og lagði í pottinn sem ég var nú búin að slökkva undir. Þar fékk hann að dóla sér í 2-3 mínútur áður en ég borðaði súpuna af bestu lyst og hugsaði með mér að nú hefði verið gott að eiga sýrðan rjóma í ísskápnum!

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu