Þórubrauð
Þóra Björg Jónsdóttir er nýlega farin að vinna hjá sambandinu. Hún bakaði þetta dýrindis brauð á afmælisdaginn sinn og færði okkur.
- 3 bollar hveiti
- 3 bollar haframjöl
- 2 bollar sykur
- 1 tsk lyftiduft
- 1 ½ tsk natron
- 1 tsk engifer
- 1 tsk negull
- 1 ½ tsk kanill
- 2 egg
- tæpir 3 bollar súrmjólk/ab-mjólk
Allt hrært saman og sett í tvö stór form. Bakað við 175°C í 50-60 mínútur.
Ég hef prófað að minnka sykurinn um einn bolla og setja einn banana í staðinn, það er mjög gott líka en þá þarf aðeins minna af vökva.