Hinnabúð á Hamraborgarhátíð

Hamraborgarhátíðin verður haldin laugardaginn 1. september nk. Á hátíðinni í fyrra opnaði Hinnabúð heldur óvænt eftir margra ára bið. Að þessu sinni er undirbúningur hafinn fyrir enduropnun Hinnabúðar þennan eina dag.

Við systur munum skunda í geymslurnar okkar og draga fram ýmiskonar dót sem verður falt gegn vægu gjaldi. En við verðum líka með eitthvað af nýjum vörum sem verða til í dálitlu magni þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Í fyrra voru það Tinnabækur og frystipokar sem slógu í gegn en í ár gerum við ráð fyrir því að eyrnatól og partýpinnar verði nýjasta æðið á Hamraborgarhátíðinni.

Ég hlakka mikið til að sjá þig á Hamraborgarhátíðinni 1. september, ég veit ekki hvar nákvæmlega búðin verður staðsett en eins og segir í kvæðinu „Eltu mig uppi!“

Ingó

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu