Vindurinn

Það fýkur, það hleypur, það rennur.
Stoppaðu!!

Hví fýkur þú svona?
– ég er bréfasnifsi í rokinu
og ég hlusta á vindinn
þegar hann næðir

Þá fýk ég!

Hví hleypur þú svona?
– ég er bréfasnifsi á götunni
og ég hlusta á bílana
þegar þeir æða framhjá

Þá hleyp ég!

Hví rennur þú svona?
– ég er bréfasnifsi á veturna
og ég bíð eftir að klakinn komi
og þegar hann kemur

Þá renn ég!

Já, ég fýk, hleyp og renn!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu