Gulli markmaður

Árið 2012 samdi ég tvær vísur til hann Gunnleifs vinar míns Gunnleifssonar í gærkvöldi og ákvað að deila þeim með ykkur.

Gulli góði af eiri ber
sem gull af öðrum mönnum.
Er kappinn á við heilan her
af HK-ingum sönnum.

Því hann á kjark og hann á dug
hann safnar ekki ryki.
Grænir eig’hans allan hug
enda er hann Bliki.

Tilefni vísnanna var að Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sendi Gunnleifi eina vísu og ég varð að sjálfsögðu að leiðrétta þetta sem hann sagði um HK Blikann.

Sitt mark með sanni móður ver,
meistarinn ofur kviki.
Já, gull af manni garpur er:
Gunnleifur HK Bliki :=)

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu