Afmæliskveðskapur Ingó 53ja ára

Eins og alltaf komu góðir gestir til mín í afmælisboð á afmælisdaginn minn, 3. desember sl. Þeir félagar Samúel Örn og Arnar Laufdal göntuðust við hvorn annan eins og venjulega og allt í einu var komin samkeppni um bestu limruna, mér til handa. Arnar kastaði fram fyrstu línu, Samúel kom með þá næstu og síðan botnuðu þeir hvor um sig.

Uppátæki þeirra vakti að sjálfsögðu mikla lukku meðal viðstaddra en sitt sýndist hverjum um hvor limran væri betri. Hér eru þær.

Hún Ingibjörg dóttir hans Hinna
hættir víst aldrei að vinnaþó hún sé mæðin, þá þykir hún ræðin
þessu verður að fara að linna
(Arnar Laufdal)

Hún Ingibjörg dóttir hans Hinna
hættir víst aldrei að vinna
nema afmæliskvöld, með boðsgestafjöld
þá húsverkum frekar vill sinna
(Samúel Örn)

Sammi bætti um betur og kastaði fram góðri vísu mér til handa.

Á niðdimmum vetri þá andvarinn hittir þig hlýr
handan við bíður svo vorið sem svíkur þig eigi.
Verkefni dagsins er frumtalan fimmtíu og þrír
fylgi þér gæfa og hamingja á ævinnar vegi.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu