Föðurfjölskyldan

 

Pabbi heitir Hinrik Lárusson, hann er fæddur á Akureyri 3. júní 1932.

  • Móðir hans hét Guðný Sigríður Hjálmarsdóttir, fædd á Húsavík 29. október 1902. Hún lést í Reykjavík 27. mars 1986.
  • Faðir hans hét Lárus Kristinn Hinriksson, fæddur á Hrúteyri Reyðarfirði 20. maí 1901. Hann lést í Reykjavík 5. nóvember 1982.

Pabbi átti fjögur systkini,

  • Valgerður, fædd Á Akureyri 18. mars 1925, látin 28. desember 2011)
  • Sigrún, fædd á Akureyri 16. apríl 1929
  • Ólafur, fæddur á Akureyri 15. september 1934

Föðurjölskyldan hefur nokkrum sinnum haldið ættarmót Niðjatal hjónanna Hinriks Péturssonar og Guðríðar Stefánsdóttur (1855-1932) og Stefaníu Guðríðar Stefánsdóttur (1863-1931) en þau voru foreldrar Lárusar afa míns.

  • Húnaver
  • Eyjafjörður
  • Laugar í Dalasýslu
  • Snæfellsnes

Ekki hefur verið mikið farið í ættartal Guðnýjar ömmu minnar en hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Sigfríðar Hallgrímsdóttur (1875-1947) og Hjálmars Magnússonar (1875-1914).

Snemma árs 2012 ákvað föðurfjölskyldan mín að hittast við skemmtilegra tilefni en jarðarfarir og efndum við til þorrablóts. Af því tilefni safnaði ég saman myndum af afa og ömmu auk þess sem ég hafði uppá viðtali sem tekið var við hana á vegum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins árið 1984. Ég vissi af þessu viðtali þegar það var tekið og hafði fengið útskrift af því fyrir nokkrum árum. Sú útskrift var hins vegar týnd en lukkan lék við mig því þjóðháttadeildin sendi mér viðtalið á tölvutæku formi tveimur dögum fyrir þorrablótið og náði ég að setja það upp ásamt nokkrum myndum af gömlu hjónunum fyrir þorrablótið.

 

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu