Mynd á dag – janúar Gamla árið kvatt í faðmi foreldra og fjölskyldu. Ársins fyrsti dagur dottinn er í hús en Drottinn einn það veit, hvað árið ber í skauti. Nú strengi ég þess heit og helst er til þess fús að halda dag hvern áfram þessu rausi. Þegar skynsemin segir manni að vera inni þá þarf að leita að myndefni þar. Þessi jólakarl mun víkja á þrettándanum. Ég nældi mér í hálsbólgu og komst ekkert út í dag. En af svölunum mínum um miðjan daginn blasti þetta við. Get ekki sagt að þetta hafi verið skemmtileg heimsókn í garðinn! SamSam tónleikar í Smáranum. Aldeilis flottar stelpur í SamSam, vinkonur mínar og fósturdætur Hófí og Greta. Yndislegar báðar tvær og vaxandi tónlistarmenn sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Árið byrjaði hjá mér á veikindum, ekki skemmtilegt en sem betur fer þurfti ég þó ekki að leita á læknavaktina eins og svo margir aðrir. Sá hins vegar ástæðu til að smella mynd af húsinu þegar ég ók þar fram hjá í kvöld. Þrettándinn í dag og þessi gaur sem á útiljósi á svölum við Efstahjalla á leið til fjalla á ný. Gamli Vífilsstaðaspítalinn hýsir nú hjúkrunarheimilið Holtsbúð þar sem mamma mín dvelur nú um stundir. Það hafa verið ófá sporin sem ég hef farið þangað síðasta hálfa árið. Matarhópurinn í vinnunni bauð uppá saltfisk í pestó. Mjög gott hjá þeim þó mörgum hafi fundist að fiskurinn hefði mátt vera ögn meira soðinn! Í kvöld bauð ég pabba, Bubbu, Ingu Jónu, Ástu, Þorsteini Loga og Sigurði Inga í mat. Þau fengu kjöt í karrý og voru alsæl með máltíðina. Alltaf gaman að fá góða gesti. Karl Henrý Hákonarson frændi minn var með tónleika í Mosfellsbænum. Við mættum þar þrjár systurnar en í raun voru alltof fáir á tónleikunum því Karl Henry semur frábær lög. Við nutum okkar í botn systur og þökkum fyrir góða skemmtun. Heimboð til húsfrúr Guðríðar. Aldeilis ljómandi skemmtilegt mikið rætt og spjallað. Yndislegt veður og nýja vinnuvélin tekin í notkun. Þessi runni skartaði berum sem ég sá ekki þegar ég tók myndina. Fyllt paprika … alveg hreint ljómandi góð takk fyrir! Hér er komið hráefni í úrvals fiskrétt. Elsku mamma mín flaug á hausinn í vikunni og fékk þetta ógurlega glóðarauga. Hún er ósköp döpur yfir því að líta svona út og hálf slöpp eitthvað eftir þetta. Fyrirlestur um persónukjör, atkvæðavægi og þjóðaratkvæðagreiðslu í HÍ. Horft til suðvesturs úr Efstahjalla, Turninn og Smáralind skera útsýnið út á Reykjanes. Þórdís Ólöf hélt uppá 3ja ára afmælið sitt og Sigrún Birta kom með strætó úr Stykkishólmi til að samfagna með frænku sinni. Fimmmenningaklíkan hittist hjá Örnu í tilefni af 50 ára afmæli hennar. Aldrei höfum við verið fallegri stelpurnar. Jón Gnarr mætti á fund hjá Samfylkingarfélaginu í Kópavogi ásamt Heiðu Helgadóttur og Degi B. Eggertssyni. Þetta var mjög fróðlegur og áhugaverður fundur. Ber á runna Turninn í Kópavogi Boozt í hádeginu í vinnunni Listaverk fyrir utan Vífilsstaðaspítala Þessar komu í heimsókn fyrir leiksýninguna “Saga þjóðar” í Borgarleikhúsinu. Aldeilis skemmtileg sýning. Svandís stendur í ströngu í Skólagerði. Heilsusafi kreistur úr engiferi, lime, agúrku, epli og blandað með smá vatni. Ekki sem verst skal ég segja ykkur! Ég eldaði þennan dýrindis kjúklingarétt og held því áfram að hafa mynd á dag meira og minna matarmyndir! Finnst þér ekki Esjan vera sjúkleg? Kratarósin Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu Posted: 01/01/201301/02/2013 by admin Category: 2013 Previous Post Next Post