Spáin fyrir 2011 rættist víða

Það verður ekki annað sagt en að spá Dollýjar dulrænu fyrir árið 2011 hafi gengið vel eftir. Henni fataðist reyndar flugið strax í fyrsta spádóm því fyrsta barn ársins var drengur en ekki stúlka eins og hún hafði spáð.

Hér á eftir verða dregnir fram nokkrir punktar sem sannarlega rættust hjá Dollýju í spánni fyrir árið 2011 en í nýrri færslu hér á eftir verður sett inn það sem ekki gekk eins vel eftir hjá vinkonu okkar.

… átakaár þar sem menn munu halda áfram að kjást um Icesave og eftirmála hrunsins. Forsetinn mun vísa nýjum Icesave sáttmála til þjóðarinnar en mér finnst eins og þjóðin sé búin að fá nóg af Icesave.

… ákærur verða gefnar út á hendur bankastjórunum og eigendum bankanna.

… Erjur innanhúss (á Alþingi) verða meiri og persónulegri en oft áður og utandyra standa menn sem sjá tækifæri til að fá skemmdarfýsn og ólátalöngun sinni fullnægt. [Sótt að Ástu Ragnheiði forseta Alþingis, eggjum kastað í alþingismenn]

… (þrasið á Alþingi) verður okkur ekki til hagsbóta svo mikið er víst. [Sagðar sögur af Mjallhvíti og dvergunum sjö]

… Við getum alltaf náð tökum á fjármálunum með samstilltu átaki en náttúran er óútreiknanleg og það munum við finna enn á ný á nýju ári.

… Það sem á okkur dynur mun hafa meiri áhrif á þá sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu en áður hefur gerst. Það verða umbrot sem okkur órar ekki fyrir, en mér finnst þó að okkur muni líða eins og við höfum sloppið með skrekkinn að þessu sinni. [Talsvert öskufall á höfuðborgarsvæðinu en ekki gaus í Kötlu þrátt fyrir spár annarra þar um.]

…Katla er þarna, og hún hristir sig eitthvað, en mér finnst hún muni ekki láta vaða á næsta ári, nei ég er viss um það. [Ekkert gos í Kötlu]

… Í mars mun gera hér mikið áhlaup sem setur samgöngur úr skorðum um stundarsakir. [Úrkoma fjórðungi yfir meðallagi í mars. Sjá nánar hér.]

… Flóð halda áfram að hrekkja Evrópubúa og austur í henni Asíu munu verða hamfarir enn á ný sem skekja heimsbyggðina. [Flóð í Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og víðar. Gríðarlegir jarðskjálftar í Japan og Nýja Sjálandi, flóð í Tailandi, Ástralíu og víðar. Sjá t.d. þennan tengil.]

… Í Bandaríkjunum mun rísa upp ný hreyfing sem síðar mun láta mikið að sér kveða á stjórnmálavettvangi. Þessi hreyfing mun berjast fyrir bættu og betra samfélagi og vill draga úr hernaðarbrölti þeirra. [Occupy Wall Street hreyfingin]

… Þeir (knattspyrnumennirnir ungu) munu þó ekki ná því takmarki sem þeir setja sér piltarnir en margir þeirra munu vekja gríðarlega athygli. [U21 í úrslitum EM í Danmörku]

… það verður ekki skráð nýtt nafn á stóru bikarana hér heima en mér sýnist að gömul stórveldi muni líta í lægra haldi fyrir þeim sem yngri eru. [KR vann tvöfallt í karlaflokki Stjarnan nýr meistari hjá konunum]

… Barcelona verður Spánarmeistari og vinnur Meistaradeild Evrópu, þá verður Messi kjörinn knattspyrnumaður ársins.

… Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki leysast upp eins og líkur eru til nú um stundir. Þeir munu standa þetta af sér enda mun ættarklíkan þar á bæ ekki láta menn komast upp með neinn moðreyk. [Hanna Birna sótti að Bjarna Ben en hafði ekki erindi sem erfiði]

… Það verða stöðuveitingar víða um þjóðfélagið sem valda pirringi og svo virðist sem ráðamenn hafi ekki enn áttað sig á því að fólk vill miklu opnari og gegnsærri stjórnsýslu en áður. [Bankasýsla ríkisins]

 

 

 

 

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

One Comment on “Spáin fyrir 2011 rættist víða”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.