Saltfiskstappa ala Rúnar
Ég rakst á þessa uppskrift á vefsíðu Veitingageirans. Set hana hér svo ég gleymi henni ekki.
- 200 gr. saltfiskur
- 60 ml. ólívu olía
- 3 hvítlauksrif vel söxuð
- 70 gr. soðnar kartöflur
- pipar eftir smekk
Aðferð
Sjóðið saltfiskinn í 10 mínútur eða eftir þykkt, bætið kartöflum út í og látið standa í 5 mínútur.
Sigtið vatnið frá, bætið olíu, hvítlauk og pipar út í og stappið vel saman.
Borið fram með rúgbrauði eða bökuðum rófum.