Vinsælasta gulrótarkakan

Sá þessa kökuuppskrift í Mogganum í október 2023. Ég hef ekki áður bakað gulrótarköku en finnst þessi alveg geggjuð – sérstaklega kremið.

Gul­rót­arkaka Hyg­ge

  • 2 egg
  • 4 msk. olía
  • 250 g syk­ur
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 250 g hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • ¼ tsk. salt
  • ½ tsk. kanill
  • 375 g gul­ræt­ur, rifn­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 180°C.
  2. Þeytið sam­an egg og syk­ur.
  3. Bætið olíu og vanillu út í og hrærið sam­an við egg­in og syk­ur­inn.
  4. Setjið næst öll þur­refn­in ofan í og hrærið vel sam­an.
  5. Að lok­um er gul­rót­un­um hrært sam­an við.
  6. Setjið deigið í smurt form og bakið í 45-50 mín­út­ur.

Rjóma­ost­skrem

  • 125 g rjóma­ost­ur
  • 250 g flór­syk­ur
  • 62 g smjör
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð:

  1. Þeytið vel sam­an flór­syk­ur og rjóma­ost í hræri­vél.
  2. Bætið síðan við bræddu smjöri og vanillu­drop­um og hrærið vel sam­an.
  3. Setjið kremið á gul­rót­ar­kök­una þegar hún hef­ur kólnað.

Það gæti verið gott að raspa niður smá börk af lime í kremið og fá þannig örlitla sýru og beiskju í kremið. En annars er þetta fjári fjári gott eins og uppskriftin segir til um.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu