Í kirkjugarði – Steinn og Mannakorn
Ég var að fletta í gegnum Facebook og þá rifjaðist upp færsla frá því fyrir 11 árum, 31. ágúst 2012.
Hlusta í mikilli auðmýkt á lag Mannakorna við texta Steins Steinars:
Í kirkjugarði
Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku
einn horfinn dag.
Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svo undarleg.
Það misstu allir allt, sem þeim var gefið,
og einnig ég.
Og ég sem drykklangt drúpi höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,
eða hinn, sem dó?