Orðin mín

 

Stundum hitta skáldin naglann svo á höfuðið að við hin lútum höfði í þökk, og hlustum.

Orðin mín — Sigurður Guðmundsson og Memfismafían
Lag og ljóð: Bragi Valdimar Skúlason.

ORÐIN MÍN

Einhvern tímann, ef til vill
og óralangt frá þessum stað
mun ástin hörfa heim til þín
og hjartans dyrum knýja að.

Og einmitt þá og einmitt þar
mun ástin krefja þig um svar.
Þá er rétt að rifja upp — orðin mín.
Þau eru stirð. Þau eru fá.
Þau sjálfsagt aldrei flugi ná.
Þau munu engu að síður alltaf bíða þín.

Því hvað er ást og hvað er svar?
Og hvernig geymist allt sem var?
Mundu að hvar sem hjartað slær
hamingjan er oftast nær.

Einmitt þá og einmitt þar
mun ástin krefja þig um svar.
Þá er rétt að rifja upp — orðin mín
Þau eru stirð. Þau eru fá.
Þau sjálfsagt aldrei flugi ná.
Þau munu engu að síður alltaf bíða þín.

Flytjendur:
Sigurður Guðmundsson, söngur, píanó, harmóníum og strengjavél.
Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassi, raddir.
Örn Eldjárn, gítarar, raddir.

Hljóðritað við góðan fíling í Hljóðrita, Hafnarfirði í janúar 2017.
Lagið heyrðist fyrst í söngleiknum Djöflaeyjunni í Þjóðleikhúsinu, veturinn 2016–17.

Upptaka, hljóðblöndun og klipping: Guðmundur Kristinn Jónsson.
Útsetning: Sigurður Guðmundsson.
Kvikmyndataka: Ívar Kristján Ívarsson.
Ýmis aðstoð: Friðjón Jónsson.

— — —

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu