Dýrðarinnar kjúklingasúpa
Ég skellti í eitt tilraunaeldhús í kvöld og það reyndist ekki af verri endanum og örugglega alveg bráðhollt. Það eina sem ég hafði gert áður en ég lagði af stað í tilraunaeldhúsið var að taka nokkrar kjúklingalundir út úr frysti, svo opnaði ég skápana hjá mér og úr varð þessi líka dýrðarinnar kjúklingasúpa.
Innihald:
- kjúklingalundir (eða annað beinlaust kjúklingakjöt), skorið smátt
- 1 laukur, smátt skorinn
- 2-3 hvítlauksrif, presuð
- 1 sellerístöngull, skorinn í sneiðar
- 2 kartöflur, flysjaðar og skornar smátt
- 1 cm engifer (mætti vera aðeins meira) raspaður
- 1 ds. kjúklingabaunir
- 1 ds. brytjaðir tómatar með oregano og basil
- 1 stk. kjúklingakraftur
- 1-2 msk. olía til steikingar
- 500 ml. vatn
Ég byrjaði að steikja laukinn í olíunni í þykkbotna potti, þvínæst setti ég kjúklinginn í pottinn og leyfði honum að malla smá stund. Þá setti ég selleríið, kartöflurnar, kjúklingabaunirnar (með soðinu), engifer, hvítlauk og tómatana í pottinn og lét suðuna koma upp. Þvínæst hellti ég vatni í pottinn, bætti við kjúklingakraftinum og lét malla í ca. 15-20 mínútur.
Smakkað til og ef súpan er ekki nógu bragðmikil þarf að bæta í hana kjúklingakrafti ef hún er of bragðmikil þarf að bæta í hana vatni.
Borið fram með góðu brauði!