Vináttan í vindinum

Vináttan berst undan straumi
líkt og skip á hafi.
Hún háir baráttu
við alheiminn.

En úti á úfnu hafi
með öldurótið allt í kring
finnur hún frið.

Hún finnur til öryggis
gagnvart manninum
sem hefur barist gegn henni
frá örófi.

En úti á úfnu hafinu
með skerin allt í kring
finnur hún frið.

Hún finnur friðinn
sem sumir þola ekki
en hafið er ógnvaldur.
Það er ógnvaldur lífsins.

Vináttan lifir á úfnu hafinu
með beljandi brotsjó
allt í kring.

Hún hrekst undan vindi
með vindinn í fangið
með vindinn í bakið
með vindinn
allt í kring.

Og skyndilega missir hún stjórn
og rekst á sker
sem eitt sinn sagðist
styðja hana

Og líkt og skip á skeri
kemst hún ekki neitt.

Hún hefur tapað
líkt og lífið
og situr nú á skeri
bíðandi síns tíma.

Hún mun liðast í sundur
eins og skip á skeri
og að lokum mun
hafið gleypa hana.

Nú er hún týnd og
tröllum gefin
en hafið berst enn við
vináttu mannanna
með skerin sér við hlið.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu