Nínubragur

Þú vannst lengur hér en nokkur man
nema Bára því hún var alltaf þar
og svo kom Ragga og bætti okkar hag
og svo kom ég, svo yndisleg.

Og í símann svarar Sigríður
En ekki Jói, hann er svo ófríður
Og Gulli hleypur núna út um allt
en Magnús Karel drekkur bara malt.

Hún Anna syngur mörgum kórum í
og Berglind lendir stundum lík‘í því
En Kalli kemur alls ekki upp tón
því hann er flón, já laglaust flón.

Vala og Svandís eru sætust fljóð
og líka Guðrún en hún er stundum óð
Og Guðjón hefur dregið sitt á þurrt
því að hann getur Tryggva spurt.

Að rusli Lúðvík leitar dag og nótt
að lokum verður manni ekki rótt
En Inga Rún hún rabbar símann í
og ræðir verkföll veislum í

Benni  kann að túlka tölurnar
þó ekki leggi hann Gyðu í sölurnar
Sólveig þekkir langan lagastaf
og lætur Val – um að túlka það.

Í Lánasjóðnum eru líka þrjú
sem lafa saman eins og flugnabú
þau heita Óttar, Egill, Rut og eru fín
þau komu alltof oft til þín.

Þá eru tvö hér eftir þína tíð
hún Þóra er nú alltaf góð og blíð
Og Bjarni segir aldrei við mig pass
Því að þú ert, minn Johnny Cash
Því að þú ert, minn Johnny    !!!Cash

 

Ort í tilefni af starfslokum Jónínu Eggertsdóttur í nóvember 2012.
Sungið og flutt af húshljómsveit sambandsins.
Lagið er að sjálfsögðu “Walk the line” eftir Johnny Cash

 

Samstarfsfélagar Jónínu stilltu sér upp til myndatöku að loknum flutningi.

Á myndinni eru frá vinstri: Egill Skúli Þórólfsson, Óttar Guðjónsson, Þóra Helgadóttir, Gyða Hjartardótir, Inga Rún Ólafsdóttir, Ragnheiður Snorradóttir, Sólveig B. Gunnarsdóttir, Karl Björnsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Berglind Eva Ólafsdóttir, Guðrún A. Sigurðardóttir, Lúðvík E. Gústafsson, Jónína Eggertsdóttir, Svandís Ingimundardóttir, Bára M. Eiríksdóttir, Guðjón Bragason, Anna Guðrún Björnsdóttir, Valgerður F. Ágústsdóttir, Sigríður I. Sturludóttir, Tryggvi Þórhallsson, Jóhannes Á. Jóhannesson, Gunnlaugur A. Júlíusson, Magnús Karel Hannesson og Bjarni Ómar Haraldsson.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu