Um Ingibjörgu

Nafn: Ingibjörg Hinriksdóttir
Heimilisfang: Efstihjalli 11 í Kópavogi
Fæðingardagur: 3. desember 1963
Fjölskylduhagir: Er yngst sex systkina.  Bý í Efstahjalla í Kópavogi.
Stjórnmál:

 • Hef alla tíð verið jafnaðarmaður og gekk í Alþýðuflokkinn í Kópavogi 1994 en það ár tók ég í fyrsta sinn þátt í prófkjöri. Hafnaði þá í 5. sæti meðal frambjóðenda.
 • Fékk gríðarmikla og góða reynslu frá því frábæra fólki sem var með mér í liði og naut þess sannarlega að vinna með þeim og starfa.
 • Í umhverfisráði frá 1994-1998.
 • Í undirbúningsnefnd vegna HM 95 á Íslandi 1994-1995.
 • Varamaður í bygginganefnd frá 1998-2002.
 • Fyrsti varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar kjörtímabilið 2006-2010. Bæjarfulltrúi frá 1. janúar 2007 til 1. júní sama ár í fjarveru Hafsteins Karlssonar.
 • Aðalmaður í bygginganefnd kjörtímabilið 2006-2008 og varamaður frá þeim tíma.
 • Aðalmaður í leikskólanefnd 2008-2010
 • Varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar frá 2007-2008.
 • Formaður Hafnarstjórnar Kópavogshafna frá 2010-2012
 • Sæti í Hafnarstjórn Kópavogshafna frá 2012

Menntun:

 • Nám í Digranesskóli frá 1970 til 1976 – barnaskólapróf
 • Nám í Víghólaskóli frá 1976 til 1979 – grunnskólapróf
 • Nám í MK frá 1979-1983 – stúdentspróf
 • Nám við sagnfræðiskor HÍ frá 1983-1986. Lauk 83 einingum en á ennþá eftir að skrifa lokaritgerð
 • Nám í netumsjón við TV árið 2002
 • Ýmis námskeið í tölvuumsjón frá 1991 og er enn að

Störf:

 • Nemi í Vinnuskóla Kópavogs frá 1976-1979. Lagði m.a. göngustíga í Snælandshverfi og fyllist stolti í hvert sinn sem ég á leið þar um.
 • Verslunarstörf í Hinnabúð og Brekkuval hjá karli föður mínum, Hinriki Lárussyni, ásamt námi 1978-1983. Vann einnig við að pakka poppi, maiísbaunum og harðfiski um tíma hjá pabba.
 • Sumar- og jólavinna í eldhúsinu í Sunnuhlíð frá 1983 til 1985, móðir mín, Ingibjörg Sigurðardóttir var þar hjúkrunarfræðingur.
 • Forfallakennsla við Grunnskóla Kópavogs, mest Þinghólsskóla, frá 1984-1989.
 • Flokksstjóri í Vinnuskóla Kópavogs í sjö sumur frá 1985-1991.
 • Umsjónarmaður og stofnandi félagsmiðstöðvarinnar Ekkó frá 1985-1989.
 • Sjálfstætt starfandi blaðamaður á Þjóðviljanum, Helgarpóstinum, Dagblaðinu (síðar DV) og loks Morgunblaðinu frá 1988 til 2008. Megináhersla var lögð á hvers konar kvennaíþróttir auk þess sem ég var fréttaritari DV í Stykkishólmi þann tíma sem ég bjó þar.
 • Leiðbeinandi við Grunnskólann í Stykkishólmi og Fjölbrautarskóla Vesturlands í Stykkishólmi frá 1989-1991.
 • Matráðskona í Vita- og hafnamálastofnun í nokkrar vikur haustið 1991.
 • Skjalavörður, þjónustufulltrúi og síðar upplýsinga- og tæknifulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 15. október 1991.

Félagsstörf:

 • Stjórnarmaður í knattspyrnudeild Breiðabliks 1984-1986 og frá 2010-2011.
 • Stjórnarmaður í aðalstjórn Breiðabliks frá 1992-1994.
 • Í meistaraflokksráði kvenna í knattspyrnudeild Breiðablik (þar af sem formaður í nokkur misseri) með nokkrum hléum allt frá árinu 1985 til 2005.
 • Í ritnefndum margra ársrita og uppskerurita knattspyrnudeildar Breiðabliks árinu 1990, þar af ritstjóri nokkrum sinnum.
 • Í stjórn Starfsmannafélags Sambands íslenskra sveitarfélaga 1991-1994, 2005-2007 og formaður frá 2013-2015.
 • Í kvennanefnd KSÍ árið 1986.
 • Í landsliðsnefnd kvenna frá 2000-2007.
 • Í stjórn KSÍ 2002-2010.
 • Formaður unglinganefndar kvenna KSÍ frá 2002-2010.
 • Formaður fræðslunefndar KSÍ frá 2003-2010.
 • Í mótanefnd frá 2002-2007.
 • Formaður Undirbúningsnefndar EM U19 kv á Íslandi 2007.
 • Varamaður í stjórn íslenskra getrauna frá 2007-2009.
 • Í jafnréttisnefnd KSÍ frá 2007-2010.

Viðurkenningar:

 • Starfsmerki UMSK 1996
 • Félagsmálabikar Breiðabliks 1996
 • Silfurmerki Breiðablik 1997
 • Silfurmerki UMSK 2002
 • Silfurmerki KSÍ 2003
 • Gullmerki KSÍ 2010
 • Silfurmerki ÍSÍ 2010
 • Heiðursverðlaun FÁKK (Félag áhugafólks um kvennaknattspyrnu) 2012
 • Gullmerki UMSK 2012

Annað:

 • Söngkona í kórum í Digranesskóla, Víghólaskóla, MK og síðar HÍ.
 • Lék með leikfélagi Nemendafélags MK og átti magnaða innkomu í Galdra Lofti.
 • Tók virkan þátt í störfum Leikfélagsins Grímnis í Stykkishólmi þann tíma sem ég dvaldi þar. Lék aukahlutverk í Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson sem sett var upp veturinn 1989-1990 og aðalhlutverk í leikritinu Amma þó eftir Olgu Guðrúnu
  Árnadóttur sem sett var upp veturinn 1990-1991.
 • Liðsmaður í stórhljómsveitinni Pigerne sem m.a. fluttu og sömdu stórsmellinn
  Breidablik på banen ásamt Margréti Sigurðardóttur, Sigfríði Sophusdóttur og ýmsum fleiri smástjörnum sem hafa komið fram með okkur í gegnum tíðina.
 • Liðsmaður í Sambandinu frá árinu 2012 ásamt Bjarna Ómari Haraldssyni og
  Ragnheiði Snorradóttur

Ritstörf:

 • Hef ritað margar greinar í ýmis blöð og tímarit, m.a. Toyotablaðið og Íslenska knattspyrnusumarið.
 • Á ljóð í ljóðabókinni hundrað og 1 ljóð sem gefin var út af http://web.archive.org/web/20071008144242/http://www.ljod.is/.
 • Ljóðin Tilbrigði við Stein II og Tilbrigði við Stein III birtust í Lesbók Morgunblaðsins árið 1994.
 • Undanfarin ár hef ég einnig verið nokkuð iðin við að birta greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu, auk flokksblaðs Samfylkingarinnar í Kópavogi, Kópavogi.
Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu