Undir og yfir

Út við sægræna strönd
með sólarlag í augum
sé ég minningu þína.

Upp á bjarginu bláa
með tunglið mér við hlið
finn ég orðin þín.

Undir sæng á hverri nóttu
með götuglampa í glugga
finn ég andardrátt þinn.

Og í einmana hópi
þegar sólin skín skærast
nýt ég návistar þinnar.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu