Tilbrigði við Stein III

Í firðblárri birtu
finn ég angan þína
fylla mig.

Ég veit þú ert þarna
eins og vor
á næsta leyti.

Nóttin lýsir
leið mína til þín

Og er birtir
koma skuggamyndir
þínar í ljós.

Ég var á rangri leið
en nóttin kemur aftur
og þá finn ég angan þína á ný.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu