Svart hvítur hvatningarbragur

Veturinn 2007-2008 fékk ég áskorun frá tveimur landsliðskonum um að semja hvatningartexta fyrir liðið þeirra. Bón þeirra kom mér dálítið á óvart, en ég á erfitt með að segja nei við stelpurnar mínar í landsliðunum og því álpaðist ég til að segja já, þær þurftu bara að koma með lagið til mín. Eitthvað stóð á því hjá þeim og spurði ég þær í bríaríi nokkrum mánuðum síðar hvort þær hefðu ekki verið að meina það þegar þær báðu mig um textann. Það stóð ekki á svörum hjá þeim … þeim var full alvara! Þá sagði ég þeim að ég yrði að ráða laginu, þær fengju ekkert að koma nálægt þessu.

Svo fór að ég dró fram lagið Hit me baby one more time með Britney Spears og bjó til texta sem ég sendi vestur í bæ. Þar sem ekkert hefur frést af laginu síðar þá hef ég í hyggju að afhenda það vinkonum mínum í Breiðabliki og sjá til hvort þær vilji ekki gera eitthvað við það, enda er auðvelt að breyta KR yfir í Blikar í textanum.

Áfram svo stelpur, hvað er hér á seyði nú
erum við að tapa?
Áfram svo stelpur, við erum hreint út úr kú
ætlum við að tapa?
Ó nei, ekki má það gerast
Seg mér Vanda (Lena) hvar á ég að hlaupa,
Hvert fer ég svo?

Því tími nú er kominn til Blikar (KR)
við sýnum lit og tökum á (tökum á)
Í gráum tón er ekkert hægt
sýnum nú lit og áfram Blikar (KR), ekkert hik

Áfram svo stelpur, við tökum á þessum leik
við megum ekki slak‘á
Laugardalsvöllur, við gefum þeim ekkert breik
göngum núna frá þeim

Áfram, þetta er að koma
Vinnum leikinn, berjumst um hvern bolta
Áfram Blikar (KR)
Því tími nú er kominn til Blikar (KR)
við sýnum lit og tökum á (tökum á)
Í gráum tón er ekkert hægt
sýnum nú lit og áfram Blikar (KR), ekkert hik

Sóló, Bjarni Fel að lýsa

Fögnum nú stelpur,
því sigurinn er í höfn
Saman allar stóðum
Fögnum nú stelpur, bikarinn er kominn heim

Lífið það er þó alls ekki allt
fótbolti og spark
Því  launin felast í
samstöðu og trú,
að sýna lit, áfram Blikar (KR) ekkert hik.

Því tími nú er kominn til Blikar (KR)
að sýna  lit og taka á (taka á)
Í gráum tón er ekkert hægt
sýnum nú lit og áfram Blikar (KR), ekkert hik

Lífið það er þó alls ekki allt
fótbolti og spark
Því  launin felast í
samstöðu og trú,
að sýna lit, áfram Blikar (KR) ekkert hik.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu