Sumri hallar hausta fer
Sumri hallar hausta fer
húmar nú að kveldi.
Ætli það fari eins fyrir þér
og fornum viðareldi?
Í glóðunum logar fyrst lítið eitt
lifnar þar síðan eldur
Síðan í húsinu verður heitt
já, heitara en þú heldur.
Þá steypist það yfir þig, lífið sjálft
sem elding úr öskustónni.
Og þú skilur að það er liðið hálft
og þú lagstur ert fyrir í rónni.
Og allt sem þú þráðir lífinu frá
þú færð það ekki að sinni.
En fjarlægðin gerir fjöllin blá
og fagurt í minningunni.
Og eldurinn lifnar og eldurinn deyr
eins og allt sem í lífinu hafðir þú þráð.
Nú hefur þú tekið og tekur ei meir
og táknrænt þú verður nú lífinu að bráð.