Skjár sem flöktir

situr ein við skjá sem flöktir
sumar horfið, hlýjan dvín
situr ein og tölvan höktir
semur ljóð um sumarvín

í útvarpinu óma fréttir
ekkert heyrir nema nið
þó er það henni hellings léttir
að hafa þennan fasta sið

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu