Sambandsbragur

Á sambandinu er mörg‘ að sinna
og ekki er þar svo slæmt að vinna
þar koma ráðherrar sérhvern dag
og syngja til okkar lítið lag

Eitt sinn fyrir nokkrum árum
þá hló ég svo að ég grét með tárum
því fullt af kínverjum festa má
í gömlu lyftunni svei mér þá

Viðlag:
Það veit hann Maggi minn
og Nína bókari og Bára gjaldkeri
og Sigg‘á símanum og Ragga ritari
og Birgir Blöndal 
Guðbjörg og Doddi og líka ég.

Í flugferð fóru þau öll um daginn
austur á land til að lít‘á bæinn
þau vildu halda þar fínan fund
en fóru næstum í kött og hund

Því  uppselt reyndist í flest öll sætin
og þá upphófust mikil lætin
því eitt sætanna reyndist laust
og úr því stjórnarmaður einn skaust.

Viðlag

Í líkamsrækt vilja allir vera
en nenna þó ekki neitt að gera
menn tal‘um mat daginn út og inn
og setj‘ann svo oní magann sinn.

Megrunarkúrarnir margir hafa
menn viljað stunda en ekki lafað
nú hafa kílóin tvö til þrjú
safnast á lendur oss hér og nú

Viðlag

Einn er þó hérna vinur okkar
sem út um veröldin‘ alla skokkar
það er hann Gunnlaugur hlauparinn
sem hleypur dagana út og inn

Hann fór í sjónvarp og sagðist ætla
til Aþenu að láta svitann vætla
en upp hann gafst rétt um miðja leið
þrátt fyrir bruggaðan galdraseið

Viðlag

Öll við vorum þó ósköp fegin
að hafa fengið hann aftur greyið
var hann í vikunni vinur þinn
eða var hann ef til vill vinur minn?

Á vinadögum við vöndum valið
því enga fjandvini höfum alið
ekki útundan var þar neinn
ef undanskilinn við höfum einn.

Viðlag.

Sungið á árshátíð sambandsins 2008.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu