Kvíðinn

Kvíðinn hann plagar mig
læðist upp úr brjóstinu og hvíslar
í vinstra eyrað:
Vertu reið.
Vertu hrædd.
Vertu sár.

Mig langar að lemja í vegg
öskra úr mér lungun og
láta heiminn vita
að ég er reið, hrædd og sár.

En heimurinn hlustar ekki
og þá kemur kvíðinn sér fyrir í brjóstinu.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu