Kveðjuóður Þóru
Þóra Helgadóttir vann með mér hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um árabil. Hún lét af störfum 1. desember 2024 og fékk að sjálfsögðu kveðjuóð í kveðjupartýi. Textinn var sunginn við lagið Ég skal mála allan heiminn.
Við skulum mála allan heiminn elsku Þóra
svo allt verði bikasvart.
Við lofum að við munum ekki slóra
því að svart það gerir allt svo ofsa smart.
Þessir litir sem þig langar til að prófa
við getum málað hér á teikniblaðið þitt.
Við skulum mála allan heiminn elsku Þóra
svo þú fáir loksins lit í dressið þitt.
Hvar ertu elsku Þóra, hvert liggur leiðin þín
Út í heiminn stóra, kemur þú aftur heim til mín?
Segðu mér hvar ertu, um þarnæstu jól
verður þú í Kína í grænum sparikjól?
Við skulum mála allan heiminn elsku Þóra
svo allt verði bikasvart.
Við lofum að við munum ekki slóra
því að svart það gerir allt svo ofsa smart.
Þessir litir sem þig langar til að prófa
við getum málað hér á teikniblaðið þitt.
Við skulum mála allan heiminn elsku Þóra
svo þú fáir loksins lit í dressið þitt.