Kveðjuóður Guðmundu
Guðmunda Oliversdóttir vann með mér hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og þegar hún lét af störfum 1. desember 2024 fékk hún að sjálfsögðu kveðjuóð sem sunginn er við lagið um hann Einsa kalda úr eyjunum.
Hún heitir Gumma gella úr Ólafsvík
Hvergi finnst hér önnur slík
Hún kann að reikna á ýmsan hátt
þó hún hafi ekki um það hátt.
Hún hefur ferðast um víðan völl
rekið upp ótal hlátra sköll
því Lánasjóðnum var hún hjá
og fann þar drengi þrjá.
Óttar G, Daníel
og Friðjón fína með hanastél
Óttar G, Daníel
Já og geggjað hanastél!
Hún hitti líka fleiri hér
hér hitti hún reyndar heilan her.
Hún var partýljónið veislum í
Já tókuð þið eftir því?
Óttar G, Daníel
og Friðjón fíni með hanastél
Óttar G, Daníel
Já og geggjað hanastél!
Í golfi getur slegið langt
og gerir þar nánast ekkert rangt.
Nema þegar hún tekur pútt
þá er það mikið fútt
Tralala la, tralala
nema þegar hún tekur pútt
Tralala la, tralala
Þá er það mikið fútt!