Kveðist á við Sigfríði
Við tiltekt vegna flutninga finnst oft ýmislegt. Í dag, 25. september 2025, fann ég í tösku þrjá tölvupósta sem fóru milli mín og Sigfríðar Sophusdóttur, vinkonu minnar, á því herrans ári 1997.
Fyrsta tölvupóstinn sendir Siffa þann 21. janúar kl. 16:33. Er hann svohljóðandi:
Sæl og blessuð og til hamingju með þennan yndislega þriðjudag !!!
Hvað segjum við gott í dag ?
Allir í stuði ?
Erum við búnar að fá ávísun eða fáum við ekki 10 rétta ? 10 réttir gáfu rúmar
1.000 kr. , ekki slæmt, núna erum við þá komnar hátt í 2.000 kr. !!!!
ÓTRÚLEGA GÓÐAR !!!
Ætlar þú að fara út í Smára á laugardaginn ?
Verður boðið upp á e-ð spennandi ?
Er e-ð slúður í gangi ?
Ég skemmti mér vel í bíó
en klikkaði á Ríó Tríó
stökk svo í kalda sturtu
og var ekki lengi í burtu
Ég kom svo heil til baka
og þá beið eftir mér kaka
eftir helgina enn er lúin
og líkaminn illa fúinn
en Svandís hann ætlar að laga
svo þetta mig hætti að baga
Segðu mér e-ð slúður
og hafðu í því mikið púður
Þetta er að verða snúið
svo ég læt þetta vera búið
14 línur !!! Sláðu það út
Spjöllum, í höllum
og tökum á böllum
í áhorfendapöllum
fífí
Þessu varð ég að svara og svarið barst til Sigfríðar sama dag kl. 17:40.
Þú ert nú meiri vísnagerðarsmiðurinn, vísan var algjörlega alveg óbilandi frábær1!!! Jólabókaflóðið 1997 má ekki missa af þér!
Ég veit ekki hvort ég geti nokkru við þetta bætt, nema ef til vill.
Þetta er erfitt að toppa
lömuð er orðin mín loppa
lét ég samt til þín skoppa
og vísu með póstinum hoppa.
Alein þú hefur nú ort um
alla þá sem að við þekkjum
en engum við þetta segjum
heldur sitjum hér báðar og þegjum.
Og núna ég bæti um betur
bráðum ég sé hvað þú getur
þú ort getur í allan vetur
þá sjáum við vel hvað setur.
En nú ætla ég að hætta
því starfsmenn ég þarf að sætta
þeir standa hér tveir og þrætta
og gera mig fúla og mædda.
Þetta varð hálfgert klúður
en annað ég á ekki slúður
úr mér er rokið allt púður
og orðin er hálfgerður trúður.
Hér er komin hún Bára
með rifu í rassi og nára
en þó hún sé komin til ára
ég finn ekki neina jafnklára.
Tveimur dögum, 23. janúar, síðar hefur Siffa drukkið skáldamjöð enn á ný, engu að síður í vinnunni á Stöð þrjú og sendir mér kl. 15:25.
Sæl og blessuð þú mikla skáldkona !!
Ég er nú ekki viss um að ég nái að toppa allar 24 en geri kannski góða tilraun !
Er annars e-ð að frétta ?
Ég er að fara á First wives club í kvöld með mömmu, Möggu frænku og kannski Fríðu systur, gaman gaman. Ég má nefnilega ekki fara á æfingu í kvöld v/meiðsla sem ég hlaut um helgina, má ekki æfa fyrr en á föstudag !!!
Þín vísa var mæt og fín
en betri nú verður mín
í vandræðum með mitt grín
ég kem því yfir til þín
Ég fer í bíó í kvöld
þá tekur gleðin öll völd
en borga ég þarf mín gjöld
ég fé mér kók, hún er köld
Mér leiðist að vera meidd
en til þess er ég neydd
ég reyni að vera greidd
með alla mína breidd
Ég sakna pósts frá þér
og mikið leiðist mér
ég orðin er allsber
en ekkert á mér sér:
Engin brjóst
það er ljóst
mikill rass
ég er skass
engar hendur
bara rendur
enginn magi
mikill agi !!!
Þetta er orðið of mikið
ég dottin er í rykið ( sem þýðir að þá minnkar andagiftin )
það safnast á mig spikið
og alltaf brotnar prikið
síjú, hír from jú, fífí