Hlustaðu á mig

Þó þú haldir þú vitir allt
þú segir mér og öllum þeim
þér líði vel

Þú þarft ekki að slást við mig
þú þarft ekki að sanna þig
leyfðu mér að vera hér
hjá þér í kvöld

Hlustaðu á mig
Ég veit hvað þú átt við
Þú þarft ekki að vera ein(n)

Það ert þú sem ég sé
það ert þú sem hlusta á
Stundum þarf ég vin mér við hlið

Við þráttum alla tíð
þú og ég, það sakaði ei
við erum af sömu sort
þú þarft ekki, þú þarft ekki að segja
að værum við ekki eins
þá líkaði þér betur við mig

Hlustaðu á mig
Ég veit hvað þú átt við
Þú þarft ekki að vera ein(n)

Ég veit við tölumst ekki nóg
mér leiðist það
Heyrir þú í mér er ég syng
þú ert ástæða þess að ég syng
þú ert tónninn í mér

Hvar erum við nú
Ég þarf að segja þér
að hús er ekki heimili
ekki fara frá mér, þú !!!

Það ert þú sem ég sé
það ert þú sem hlusta á
Stundum þarftu vini þér við hlið
Hlustaðu á mig
Ég veit hvað þú átt við
Stundum þarftu vini þér við hlið

Lausleg þýðing af U2 laginu Sometimes you can’t make it on your own

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu