Hinnabúð

Í Hinnabúð fæst margt af mörgu
máski vilt þú skoða það.
Í hirslunum hjá Ingibjörgu
er hellingur sem vantar stað.

Bubba getur bjargað flestu
blessunin á mikið dót.
Hún hanterar úr hillu efstu
heyrnartól og partýspjót.

Binna mun þar bæta við
búslóð næstum.
Því búðin fagnar eftir bið
gestum æstum.

Sigrún ekki höndum situr auðum
nei sómamærin prjónar greitt
Slátrað hefur mörgum sauðum
svo þér verði alltaf heitt

Hver veit nema Siggi sjálfur mæti
suður heiðar loksins liggur leið.
Hann býður henni sjálfsagt líka sæti
stelpunni sem beið og beið og beið.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu