Halló má ég kynnast þér?

Mig langar svo mikið
að kynnast þér meira
mig langar að sitja
við hliðina á þér.
Þú töfrar mig hreinlega
hátt uppúr skónum
Halló má ég kynnast þér?

Ég vil gjarnan vita
hvar þú átt heima
hvernig þú kemur
í skólann hjá mér
Það skín af þér birta
það skín af þér fegurð
Halló má ég kynnast þér?

Segðu mér hvernig þú sefur um nætur
– sitja þar englar við rúmstokkinn þinn?
Segðu mér hvernig þú ferð á fætur
– faðmar þig himininn?

Samið 7. nóvember 2004

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu