Gatan

Gamalt fólk, með lúinn svip
gengur hokið eftir götunni
sem það hefur gengið
í fimmtíu ár.

Gatan þekkir skóhljóð þess
rétt eins og niðinn frá bílunum
þegar gamla fólkið gengur götuna sína
brosir gatan við því.

En friðsæld götunnar er rofin
af skarkala götustráka
sem sumir henda gaman að gamla fólkinu
þá hættir gatan að brosa.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu