Bubbi og Bjarni

Mitt andlit er litað í ljóma
ég vona ég verði til sóma
en ykkur ég gef
allt sem ég hef
og allskonar annan ósóma

Hann er ekki fyrir neitt flandur
er fámáll og traustur sem standur
hann vill ekkert bull
er góður sem gull
er hvers manns elska Guðbrandur

Hann er díva og drottning hann þarna
þó dömur hann vilji ei barna
þær vilja samt hann
því á konur hann kann
það elska hreint allir hann Bjarna

 

Samið til minna góðu vina Guðbrandar Árna Ísbergs og Bjarna Viðars Sigurðssonar. Þeir eru svo dásamlegir að þeir eiga hreinlega skilið að fá samdar um sig limrur!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu