Brúðkaupsvísur Hinna og Ástu

Hamingjan ykkur hossi báðum
happið er ykkar í dag.
Styðjið hvort annað með öllum ráðum
það eitt kemur lífinu í lag.

Megið þið lifa bæði lengi og vel
lánið það ykkur leiki við.
Með saklaus hjörtu og hugarins þel
hossist þið áfram hlið við hlið.

Því vona ég heitt og vona það blítt
að veljist til ykkar börnin mörg. Hvað munu þau heita er ei alveg víst
en tvær heita klárlega Ingibjörg.

Nú hefjum á loft okkar eðalvín
því kominn er tími ég stöðvi við mitt mál
við syngjum og dönsum og drekkum sem svín
og hrópum svo hátt „Ykkar skál.“

Hnoðað saman í tilefni af brúðkaupi Hinriks Inga Guðbjargarsonar og Ástu Særúnar Þorsteinsdóttur sem fram fór í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 8. júlí 2006. Veislan var haldin í Kiwanishúsinu við Engjateig

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu