Besti pabbi í heimi

Stundum virðist ýmsum hér
að eitthvað sé á sveimi
ekki bilast því hérna er
besti pabbi í heimi

Hann kenndi mér að taktinn slá
þeim stundum aldrei gleymi
samt barði hann’ei með kjuðum þá
minn besti pabbi í heimi

Svo fylgdist hann mér alltaf með
þó margt annað væri á sveimi hann bætti og kætti allt mitt geð
minn besti pabbi í heimi

Allt hann getur og allt hann kann
einn dag mig um það dreymir
að verða seinna eins og hann
besti pabbi í heimi

Ort fyrir frænda minn Ellert Sigþór Breiðfjörð Sigurðarson, sem langaði til að semja lag handa pabba sínum á 50 ára afmæli hans. Ekkert varð úr lagasmíðinni en textinn er til  með uppskrift Ella sem vildi að orðin „besti pabbi í heimi“ kæmu fyrir í textanum.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu