Ástin í rennusteininum

Þegar vindurinn gnauðar
um fölblá húsin
tiplar stúlka ein léttfætt
um bæinn.

Hún er að leita að ástinni
sem hún hafði skilið eftir
í rennusteininum.

Þar lá ástin hennar nú
örendur
og hún vissi að ástin myndi aldrei
finna hana á ný.

Samt fann hún ekkert,
ekki til sorgar né trega
ekki til gleði né kæti
aðeins kolsvartan tómleikann
sem var  allt í kringum hana.

Hún fann aðeins
hjartslátt sjálfrar sín
óma í höfði sér

Og hún vissi að hún
myndi aldrei
elska á ný!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu