Ákvörðun

Í einmana birtu liðinna daga
horfi ég fram um veg hátt til himins hugur leitar
hamingjan í fjarska er yndisleg.

Hvert stefnan er tekin
er óráðið enn
á morgun má ákvörðun taka.

Á morgun er viðkvæðið sérhvern dag
í faðmi hvers dags er morguninn nýr.

Á morgun má ákvörðun taka.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu