Afmæliskveðjur til Ingibjargar
Samúel Örn Erlingsson sendi mér eitt sinn afmæliskveðju á 53 ára afmælisdaginn minn. Kveðjan var hripuð niður á pappírssnepil sem síðar kom á daginn að þeir kumpánar Sammi og Arnar Laufdal voru eitthvað að kveðast á.
Vísa Samma er svona:
Á niðdimmum vetri þá andvarinn hittir þin hlýr,
handa við bíður svo vorið sem svíkur þig eigi.
Verkefni dagsins er frumtalan fimmtíu og þrír
fylgi þér gæfa og hamingja á ævinnar vegi.
Hinu megin á sneplinum er síðan kveðsakapur Samma og Arnars sem í sameiningu reyndu að setja saman limru:
Hún Ingibjörg dóttir hans Hinna (AL)
hættir víst aldrei að vinna. (SÖE)
Þó hún sé mæðin
þá þykir hún rætin
þessu verður að fara að vinna (þessar línur eru frá AL)
Hún Ingibjörg dóttir hans Hinna (AL)
hættir víst aldrei að vinna. (SÖE)
nema afmæliskvöld
með boðsgestafjöld
þá búverkum frekar vill sinna. (þessar línur eru frá SÖE).