Kveðjur / Gestabók
Dollý tekur á móti kveðjum og athugasemdum á þessari síðu. Hún gerir ríka kröfu um kurteisi og hikar ekki við að eyða út athugsemdum sem eru henni ekki að skapi. Séu athugasemdirnar hins vegar hrós til hennar gæti hún allt eins stolið þeim og fært þær inn sem sínar eigin.
Þetta er flott – góðar hátíðarkveðjur – bíð eftir spádómi 2012!
Takk fyrir það. Spáin kemur líkast til inn annað kvöld.
Takk fyrir uppskriftina
kveðja Sigrún
Lítið mál – margar fleiri komnar inn.
Til lukku með síðuna – aldeilis flott hjá þér.
Takk fyrir það 😉
Glæsilegt! HVenær kemur spádómurinn fyrir árið 2012? Bíð spennt sko!
Þessu trúi ég, mig grunar að Dollý muni eitthvað ræða um bæjarstjórann í Grindavík í spá sinni sem kemur líkast til inn annað kvöld.
Til hamingju með nýju síðuna, hlakka til að lesa spána fyrir 2012
Kveðja
GH
Takk Bubba mín – eins og þú veist þá kemst ég ekki í heimsókn til Dollýar í kvöld – hitti hana annað kvöld í staðinn og set spánna inn fljótlega eftir þá heimsókn.
Já takk fyrir öll,
Dollý var að spá í að bjóða mér í heimsókn í kvöld, en ég kemst því miður ekki til hennar. En ég hitti hana annað kvöld og spáin kemur inn mjög fljótlega eftir þá heimsókn!
Ég er mjög ánægð með að sjá að það séu komnar 2 grænmetisuppskriftir inn Ingibjörg:)
Annars bíður maður spenntur eftir spánni!
Haha – já veitir ekki af því að deila þessum grænmetisuppskriftum, ekki halda að ég “eldi” þær … nema kartöflusalatið og salsað 😉
Spáin er að koma inn.
Frábær spá og líkleg til að rætast. Dollý er dásamleg;) Gleðilegt ár og takk fyrir þau sem eru liðin:*
Lítur vel út spáin ekki svo alvont:o)
Skemmtileg sida hjá thér;)))
Þú ert nú meiri snillingurinn, skemmtileg síða:)
Skemmtilegur myndaannáll hjá þér Ingibjörg, greinilega viðburðarríkt ár. Þakka þér sömuleiðis fyrir frábærar samverustundir á árinu 2012 og ég vona að árið 2013 verði þér gæfuríkt.
Kær kveðja, Björk
Þakka kveðjurnar og þennan glæsilega annál frá árinu 2012. Vonum að næsta ár og öll hin sem á eftir koma verði ekki síðri, áfram Ingó. Gleðilegt ár okkar kæra.
Blessuð mín kæra, ekki hafði ég hugmynd um þessa flottu síðu þína 🙂
Og ekki hef ég hugmynd um hver Sigga GRAND er 😉
Ingó láttu ekki svona, Sigga Grand sem alltaf horfir á CM með Stellu í hönd.
hahahahaha … þú ert klikkuð!
Hæ Dulfríður, ég myndi vilja sjá “follow” takka á þessu frábæra bloggi 🙂
Hæ … já þú segir – ég skal athuga það 🙂
Var að lesa viðtalið við Guðnýu ömmu og ýmislegt fleyrra. Mjög áhugavert og skemmtilegt að lesa….. Hlakka svo auðvitað til að sjá hvað Dollý sér fyrir næsta ár❤️
Takk elsku Harpa – já viðtalið við Guðnýju ömmu var magnað. Dollý biður að heilsa 😉