Ingibjörg Hinriksdóttir

Dolly

Nafn: Ingibjörg Hinriksdóttir
Heimilisfang: Hlíðarhjalli 12 í Kópavogi
Fæðingardagur: 3. desember 1963
Fjölskylduhagir: Er yngst sex systkina.  Bý í Hlíðarhjalla í Kópavogi ásamt eiginkonu minni, Elínu Jóhannesdóttur, og börnum hennar tveim Garðari Má og Helgu Kristínu.

Lljóðmæli
Segðu mér hvernig þú sefur um nætur
sitja þar englar við rúmstokkinn þinn?
Segðu mér hvernig þú ferð á fætur
faðmar þig himininn?

Frá fæðingu Ingibjargar 🙂

Stjórnmál:
  • Hef alla tíð verið jafnaðarmaður og gekk í Alþýðuflokkinn í Kópavogi 1994 en það ár tók ég í fyrsta sinn þátt í prófkjöri. Hafnaði þá í 5. sæti meðal frambjóðenda. Árið 2015 sagði ég mig frá Samfylkingunni þar sem mér fannst flokkurinn hafa fjarlægst jafnaðarstefnuna og mínar skoðanir samræmdust ekki stefnu flokksins. Ári síðar bauð ég mig fram í stjórn Pírata í Kópavogi og hlaut kosningu. Sú vera var skammvinn og hef ég nú hvergi áhrif innan stjórnmálaflokka. Er þó skráð í all nokkra sem stuðningsmaður en ég er einlægur stuðningsmaður persónukjörs.
  • Fékk gríðarmikla og góða reynslu frá því frábæra fólki sem var með mér í liði og naut þess sannarlega að vinna með þeim og starfa.
  • Í umhverfisráði frá 1994-1998.
  • Í undirbúningsnefnd vegna HM 95 á Íslandi 1994-1995.
  • Varamaður í bygginganefnd frá 1998-2002.
  • Fyrsti varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar kjörtímabilið 2006-2010. Bæjarfulltrúi frá 1. janúar 2007 til 1. júní sama ár í fjarveru Hafsteins Karlssonar.
  • Aðalmaður í bygginganefnd kjörtímabilið 2006-2008 og varamaður frá þeim tíma.
  • Aðalmaður í leikskólanefnd 2008-2010
  • Varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar frá 2007-2008.
  • Formaður hafnarstjórnar Kópavogshafna 2010-2012
  • Í hafnarstjórn Kópavogshafna 2012-2014
  • Varamaður í barnaverndarnefnd 2013-2014
  • Í stjórn Pírata í Kópavogi 2016-2017
Menntun:
  • Nám í Digranesskóli frá 1970 til 1976 – barnaskólapróf
  • Nám í Víghólaskóli frá 1976 til 1979 – grunnskólapróf
  • Nám í MK frá 1979-1983 – stúdentspróf
  • Nám við sagnfræðiskor HÍ frá 1983-1986. Lauk 83 einingum en á ennþá eftir að skrifa lokaritgerð
  • Nám í netumsjón við TV árið 2002
  • Ýmis námskeið í tölvuumsjón frá 1991 og er enn að
Störf:
  • Nemi í Vinnuskóla Kópavogs frá 1976-1979. Lagði m.a. göngustíga í Snælandshverfi og fyllist stolti í hvert sinn sem ég á leið þar um.
  • Verslunarstörf í Hinnabúð og Brekkuval hjá karli föður mínum, Hinriki Lárussyni, ásamt námi 1978-1983. Vann einnig við að pakka poppi, maiísbaunum og harðfiski um tíma hjá pabba.
  • Sumar- og jólavinna í eldhúsinu í Sunnuhlíð frá 1983 til 1985, móðir mín, Ingibjörg Sigurðardóttir var þar hjúkrunarfræðingur.
  • Forfallakennsla við Grunnskóla Kópavogs, mest Þinghólsskóla, frá 1984-1989.
  • Flokksstjóri í Vinnuskóla Kópavogs í sjö sumur frá 1985-1991.
  • Umsjónarmaður og stofnandi félagsmiðstöðvarinnar Ekkó frá 1985-1989.
  • Sjálfstætt starfandi blaðamaður á Þjóðviljanum, Helgarpóstinum, Dagblaðinu (síðar DV) og loks Morgunblaðinu frá 1988 til 2008. Megináhersla var lögð á hvers konar kvennaíþróttir auk þess sem ég var fréttaritari DV í Stykkishólmi þann tíma sem ég bjó þar.
  • Leiðbeinandi við Grunnskólann í Stykkishólmi og Fjölbrautarskóla Vesturlands í Stykkishólmi frá 1989-1991.
  • Matráðskona í Vita- og hafnamálastofnun í nokkrar vikur haustið 1991.
  • Skjalavörður, þjónustufulltrúi og síðar tækni- og upplýsingafulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 15. október 1991.
Félagsstörf:
  • Stjórnarmaður í knattspyrnudeild Breiðabliks 1984-1986 og frá 2010.
  • Stjórnarmaður í aðalstjórn Breiðabliks frá 1992-1994.
  • Í meistaraflokksráði kvenna í knattspyrnudeild Breiðablik (þar af sem formaður í nokkur misseri) með nokkrum hléum allt frá árinu 1985 til 2005.
  • Í stjórn Blikaklúbbsins 2013-2015
  • Í ritnefndum margra ársrita og uppskerurita knattspyrnudeildar Breiðabliks árinu 1990, þar af ritstjóri nokkrum sinnum.
  • Í stjórn Starfsmannafélags Sambands íslenskra sveitarfélaga 1991-1994, 2005-2007 og formaður frá 2013-2015.
  • Í stjórn húsfélagsins Borgartúni 30 frá 2023
  • Umjónarkona bílskúra að Hlíðarhjalla 10-14 frá 2019
  • Formaður Húsfélagsins að Efstahjalla 11 2010-2016
  • Í kvennanefnd KSÍ árið 1986.
  • Í landsliðsnefnd kvenna frá 2000-2007.
  • Í stjórn KSÍ 2002-2010.
  • Formaður unglinganefndar kvenna KSÍ frá 2002-2010.
  • Formaður fræðslunefndar KSÍ frá 2003-2010.
  • Formaður útbreiðslunefndar KSÍ 2008-2010
  • Í mótanefnd KSÍ frá 2002-2007.
  • Formaður Undirbúningsnefndar EM U19 kv á Íslandi 2007.
  • Varamaður í stjórn íslenskra getrauna frá 2007-2009.
  • Í jafnréttisnefnd KSÍ frá 2007-2010.
Viðurkenningar:
  • Starfsmerki UMSK 1996
  • Félagsmálabikar Breiðabliks 1996
  • Silfurmerki Breiðablik 1997
  • Silfurmerki UMSK 2002
  • Silfurmerki KSÍ 2003
  • Gullmerki KSÍ 2010
  • Silfurmerki ÍSÍ 2010
  • Gullmerki UMSK 2012
  • Hvatningarverðlaun Félags áhugafólks um kvennaknattspyrnu 2012
  • Gullmerki KSÍ (aftur ;-)) 2018
  • Gullmerki /Gullbliki Breiðabliks 2020
Annað:
  • Söngkona í kórum í Digranesskóla, Víghólaskóla, MK og síðar HÍ.
  • Lék með leikfélagi Nemendafélags MK og átti magnaða innkomu í Galdra Lofti.
  • Tók virkan þátt í störfum Leikfélagsins Grímnis í Stykkishólmi þann tíma sem ég dvaldi þar. Lék aukahlutverk í Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson sem sett var upp veturinn 1989-1990 og aðalhlutverk í leikritinu Amma þó eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur sem sett var upp veturinn 1990-1991.
  • Liðsmaður í stórhljómsveitinni Pigerne sem m.a. fluttu og sömdu stórsmellinn Breidablik på banen.
  • Liðsmaður í hljómsveitinni SamBandinu sem eingöngu spilar á Litlu jólunum á kaffistofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Meðlimur í STEF  frá desember 2018 þegar fyrsta lagið með texta eftir mig, Lukkuspil, kom út á CD diski Bjarna Ómars vinnufélaga míns.
Ritstörf:
  • Hef ritað margar greinar í ýmis blöð og tímarit, m.a. Toyotablaðið og Íslenska knattspyrnusumarið.
  • Á ljóð í ljóðabókinni hundrað og 1 ljóð sem gefin var út af http://web.archive.org/web/20071008144242/http://www.ljod.is/.
  • Ljóðin Tilbrigði við Stein II og Tilbrigði við Stein III birtust í Lesbók Morgunblaðsins árið 1994.
  • Undanfarin ár hef ég einnig verið nokkuð iðin við að birta greinar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu, auk flokksblaðs Samfylkingarinnar í Kópavogi, Kópavogi.
  • Hugmyndafræðingur og umbrotskona á bak við tímariti’ „Tíðindi af vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga“ frá 2013.
  • Power BI
Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu