Hér vil ég búa (Kópavogsbragur)
Í tilefni af 50 ára afmæli
Jökulklappir, kirkjan fín
kannast þú við staðinn?
Hérna er æskuslóðin mín
sunnan við Fossvogsdalinn.
Í sandgryfjum og trönuhjöllum
við lékum alla daga.
Við undum okkur hjá álfum og tröllum
við blómum skreytta haga.
Hér vil ég vera
hér vil ég búa
hér brennur minn æskulogi
Hér er mitt hjarta
hér er minn hugur
hérna í Kópavogi.
Hér var bæði borg og sveit í senn
sól skein á klappir og grunna.
Hér bjuggu álfar og hér bjuggu menn
sem mettuðu litla munna.
Í einum stein bjó álfamær
og öðrum huldubörn.
Stundum kom ein og stundum tvær
og stundum af himni Örn.
Allstaðar voru ævintýri
alltaf var nógu að sinna.
Hér voru móar og hérna var mýri
hérna var nóg að vinna.
Þér óska ég heilla sem aldregi fyrr
um eilífð og alla daga.
Hér hef ég verið og hér verð ég kyrr
því þú ert og verður mín saga.
23.02.05