Breiðablikshörmungaröld

Eitt sinn fyrir margt löngu síðan, sennilega í kringum 1991-2, var ég að spjalla við ágæta konu, Kristrúnu Heimisdóttur KR-ing með meiru. Hún var eitthvað að hneykslast á góðu gengi Breiðabliks og það datt út úr henni að það væri Breiðablikshörmungaröld.

Það tók mig ekki langan tíma að yrkja eftirfarandi limru til hennar:

Ég spurði eina konu eitt kvöld
um hver hefði í deildinni völd.
Og hún svaraði mér;
„Ég segja skal þér,
það er Breiðablikshörmungaröld“

Það gerðist svo um 15 árum síðar að margir fyrrverandi KR-ingar voru orðnir liðsmenn Breiðabliks og þá ljóðaði ég á Kristrúnu:

Það birtist mér kona ein blíð
brosmild og undur fríð
hún hló við mér dátt
og sagði svo hátt:
„Það er Breiðabliksgleðitíð!“

Kristrún sendi mér enga athugasemd við þessa vísu, enda er ég ekki viss um að hún sé beint sammála þessu!

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu