Andlit ástarinnar
Ástin á sér andlit mörg
sem engin okkar þekkir
hún er heit og hún er köld
hún er stundum hlekkir.
Í fyrstu alltaf best, svo blíð
hún batnar með hverjum degi
en svo koma orrustur svo koma stríð
svo koma orð sem af illsku eru segin.
En með virðingu’ má vinna hvert stríð sem er háð
með virðingu vex sérhver ást sem er sönn
og í fyllingu tímans er því takmarki náð
að takist þið saman á við boð og við bönn.
Í birtu þess tíma þið lítið til baka
og brosið er hugsið til áranna fyrstu
já blítt, því af endalaust miklu er að taka
úr sameiginlegri ykkar minningarkistu.