Afmælisdagur Sigga og Elsu

Sungið við lagið Játning:

Elsa:
Hann birtist mér í draumi, sem dýrðlegt furðudýr
einn dag í bænum mínum Akureyri
Svo grannur, hár og flottur og smíðar margar brýr,
ég held þeir séu ekki margir fleiri.
Og ástarljóðin hans voru töfraorð til mín,
og innan stundar var ég í hans örmum.
Hann er enn hjá mér, hann er mitt ævintýr
hjá honum mun ég gleyma mínum hörmum.

Siggi:
Hún birtist mér í draumi, svo fögur, ljúf og hýr
einn dag er gekk ég um á Ráðhústorgi.
Svo örugg, flott og fín og hún seldi líka dýr
og innan skamms ég hætti kvennadorgi.
Því ástarljóðin mín voru töfraorð til þín
og innan stundar var hún í mínum örmum.
Hún er enn hjá mér, hún er mitt ævintýr
hjá henni mun ég gleyma mínum hörmum.

Systur Sigga:
Þau birtust mömmu í draumi sem dýrðlegt ævintýr
einn dag í norðangarra og skítakulda.
Þau voru flott og fín, og þau áttu bæði bíl
hann hét Palli, ‘ún sagðist heita Hulda.
En mamma vaknaði og hún sagði Sigga draum
og innan tíðar hafði hann Elsu í örmum
Þau þekkjum við nú öll og þau hittast ekki á laun
nú hafa þau víst tapað sínum hörmum.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu