Magga Sig hestakona
Í dag fór Sigfríður með mér í heimsókn á Borgarspítalann til að heilsa uppá Margréti vinkonu okkar. Hún henti sér af hestbaki fyrir einhverjum dögum og er nú að súpa seyðið af því. Magga dró fram gestabók og bað mig um að ljóða á sig en þar sem þær Siffa töluðu svo mikið þá náði ég ekki almennilegri einbeitingu. En hér er kveðskapurinn handa henni:
Þú elsku vina ljósið blíða
blessuð séu sporin þín.
Þú veist að þú átt ekki að ríða
nema hafa klæðin fín.
Því sumt er ekki ætlað konum
þær engan þurf’að bera kross.
Vænting þín fór fram úr vonum
varasamt var þetta hross.
Farðu vel með þig elsku vinkona og góðan bata.