Kveðjuóður Sigríðar
Hún Sigga Sigga Sigga símamær
er ekki alveg fædd í gær
Hún svarar símann í og verður alveg ær
ef einhver ekki hliðið aftur slær.
Hún fer í fríið, hún fer í fríið, hún fer í fríið
Ljúfa Sigga settu á listann þinn
ljúffengt æti, sem set ég í magann minn.
Ekki samt máttu kaupa,
né út í búð að hlaupa
Nei kauptu heldur í Costco því
þar er allt sem mig langar í.
Hún fer í fríið, hún fer í fríið, hún fer í fríið
Um kvöld og helgar ekkert spé
aldrei áfengi á þér sér
eftir öflugt vinnugeim
Þó snjór og slydda úti sé
oft við sáum eftir þér
arka Borgartúnið heim.
Hún fer í fríið, hún fer í fríið, hún fer í fríið
Hún er Sigga símamær, sem svarar símann í
Samt hún ræður öllu – eldhúsinu í
Hún fyllir vel í ísskápinn og þrífur hátt og lágt
samt er það aldrei alveg rétt svo hinir kveina hátt Súrdeigsbrauðið gamalt er – hvar er þetta nýja?
á ég að þrífa eftir þá – sem sóða allt út hér?
Skyrið það er útrunnið – að mér sækir klígja
Viltu Sigga segja mér hvar skinkubréfið er!
Sigríður var kvödd af Sambandinu 21. júní 2021