Kveðjuóður Báru

Bára Margrét Eiríksdóttir vann hjá sambandinu í óratíma. Hún fékk að sjálfsögðu kveðjusöng við starfslok.

Þessi texti var sunginn við Danska lagið

Það var fyrir þrjátíu árum
við þekktum okkar skammt af Bárum
en þá komst þú og við tókum öll eftir þér
og við mun aldrei gleyma þér

Því þú veist manna mest um sportið
og Breiðablik er alltaf þitt lið
Á mánudögum þú mættir fyrst um hádegið
því um helgar var alltaf mesta fjörið

En við munum aldrei gleyma
hve oft þú fékkst þér smók, smá smók!

Því að þú ert Bára bleika
þú vildir alltaf við mig leika
og þú skemmtir þér alltaf svo vel með mér
og mér fannst ofsa gott að fá mér bjór með þér

Og svo fórum við saman til útlanda
í Amsterdam þú fékkst þér ekki landa

Svo er þessi við Þú ert sko vinur minn

Þú ert sko vinur minn (Ragnheiður)
langelsti vinur minn (Ingibjörg)
Þú ert falleg, fín og flott
svo ertu alltaf hreint að gera gott
mundu þetta allan daginn þinn
að þú ert vinur minn (Bjarni)

já þú ert vinur minn (allir)

Ef að þú ert mjög hress
þá skaltu hóa í mig
Ef það er partý þá vil ég ver‘í því
En bara ef að þú
Því þú ert sko vinur minn
Já þú ert sko vinur minn

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu