Kveðjubragur Kalla Björns
Hann hefur hér starfað í ótalmörg ár
og einstaka sinnum fengið sér tár.
En aldrei of mikið og aldreigi van
Er alltaf kátur og ýmislegt man.
Þett‘er hann Kalli,
já Kall‘minn Björns
Hann kveður mig núna
nú segir hann bless.
Úr Hlíðunum kom hann þar studdi hann Val
þar listir hann sýndi fyrir troðfullum sal.
Á Selfossi hitti hann Kötu hans Karls
og fljótlega dönsuðu brúðkaupsins vals.
Þett‘er hann Kalli,
já Kall‘minn Björns
Hann kveður mig núna
nú segir hann bless.
Á Selfossi réð hann öllu mjög fljótt
hann bæ breytti‘í borg, bæði hratt og mjög skjótt.
Til sambandsins kom hann, samd‘um kaup og um kjör
svo varð hann hér stjóri, já þá varð sko fjör!
Þett‘er hann Kalli,
já Kall‘minn Björns
Hann kveður mig núna
nú segir hann bless.
En nú er hann hættur – nú segir hann bless
þá verður hópurinn ekki mjög hress
En ég kveð þig samt sátt og þið syngið öll með
nú lyfti ég glasi og Kalla minn kveð
Þett‘er hann Kalli,
já Kall‘minn Björns
Hann kveður mig núna
nú segir hann bless.