Aftur upp ég rís

Þú þykist vita allt og segir að ég
sé einskins virði – er ekki neitt
Þá skaltu vita að – eitt sinn ég var
svo miklu meira en utan á mér sér
utan á mér sér.

Ég átti allt – hús, börn og bíl
barst mjög á og heiminn sigrað gat.
Í vinafjöld þar var ég konungur einn
ég þáði allt sem lífið uppá bauð
lífið uppá bauð

Enginn veit sín örlög og ég sá ekki hvar
dagur endaði og nóttin læddist inn.
Vinir hurfu á braut, ég missti frá mér allt
fallið var hátt og núna er ég hér
Núna er ég hér

Eins og geimfar á götu fólkið gónir mig á
gamlir vinir þó mig ekki sjá.
Þó skaltu vita að ég á staðfestu og trú
og ég veit að aftur upp ég rís
aftur upp ég rís

En aftur upp ég rís

(2022)

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu