Útlendingafár

Sumarið búið –  já þetta var allt
skítakuldi, eymd og volæði.
Haustið svo svalt – kominn tími á malt
og appelsín – ekkert annað falt
ekkert annað drasl

Á fjöllum finnast menn – sem rat‘ekki neitt
í úlpu og skó er engum aurum eytt.
Í heitum pottum sitja unglingar sem
vita ekki að þau framtíð geta breytt
framtíð geta breytt

Hvert ertu að stefna – hvert er þitt plan
Ertu kannski eins og Aron nokkur Kahn?
Með augun á einu – brautinni beinu
kemst síðan að því að þú breytir ekki neinu
Horfðu í kringum þig – opnaðu augun
í umhverfi þínu þú sérð helling af draugum
sem trúa að þeir séu lifandi enn
geggjaðir, flottir, fullorðnir menn.
Dauðir samt eru í eitthundrað ár
með titrandi lítið, pínulítið tár
segja að hérna sé útlendingafár – útlendingafár.

Í búðum finnum gamalt fólk sem bíður þess eins
að dauðinn þau sæki – þau sakna ekki neins
Á kassa brosir stelpa með bikasvart hár
krullur út um allt – það er útlendingafár


útlendingafárLífið brosir við okkur ef aðeins við það sjáum
það stefnir þó aðeins beint í eina átt
Þeytivinda lífsins ruglar það sem við fáum
Keyrir okkur í þrot – dregur úr okkur mátt
– úr okkur mátt

2022

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu